Tískusýning Unglistar 2012

Eftir langa bið og mikla vinnu er Unglist búið. Þetta var ótrúlega gaman og langar mig að gera allt aftur!
Í gær þá mætti ég með módelunum mínum, Rúnu, Evu og Vöku í Vikina Sjóminjasafn Reykjavikur klukkan 12 um hádegi. Það voru margir komnir og hárgreiðslu- og snyrtidömurnar voru að koma sér fyrir. Svo var byrjað að farða og gera hárgreiðslu í módelin.Við stelpurnar vorum voða spenntar og fylgdumst með öllum. 
Þegar klukkan var að verða 17.00 klæddu þær sig í fötin og byrjuðu að æfa sig að labba á pallinum. 
Þegar klukkan var orðin 19.00 byrjaði fólk að koma í salinn. Það var alveg nokkuð margir komnir að sjá sýninguna.Sýningin byrjaði klukkan 20.00 og við vorum fyrstar á svið og opnaði Vaka sýninguna með “stelpu” kjólnum eins og ég kalla hann. Voðalega sætur og saklaus. Rúna fylgdi svo á eftir í skyrtu og pallíettubuxum. Ég er einstaklega ánægð með hvernig skyrtan kom út og fékk ég mikið hrós fyrir hana frá öðrum þáttakendum og áhorfendum. Eva kom eins og bomba á sviðið með löngu leggina og var eitthver sem spurðu hana hvað hún hefur verið að vinna lengi sem módel. Kjóllinn sem hún var í var mjög einfaldur að framan en með opið í bakinu og púða í öxlunum. Eva klæddi hann ótrúlega vel!
Mér fannst allt heppnast ótrúlega vel og er ég ánægð með gærkvöldið. Þetta var ekki mín síðasta sýning og hlakka ég til fyrir þeirri næstu, hvenær sem hún verður 🙂
HÉR getiði séð myndband af sýninguni. Í kvöld koma nokkrar svona backstage myndir! 
Ég var í vintage kjól frá Gyllta Kettinum, leðurvesti frá Urban Outfitters og Jeffrey Campbell Lita skóm.
Skóbúnaðurinn hjá stelpurnum var ekki af verri endanum, Eva var í Jeffrey Campbell Foxy, Rúna var í KronKron og Vaka var í Jeffrey Campbell Williams.

-Ása Bríet

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s