Bíómyndir

Ég elska gamlar bíómyndir, og ég hef ákveðið að reyna að horfa á eina mynd í hverri viku. Mér finnst það ótrúlega skemmtilegt og mig langaði til þess að deila nokkrum myndum sem ég er búin að horfa á síðasta mánuðinn. Ég mæli með öllum myndunum og vonandi finnst ykkur þetta bara skemmtilegt. 
Pillow Talk (1959)
Ég horfði á Pillow Talk í fata-og búningasögu í skólanum. Ástæðan fyrir því var fyrst og fremst útaf fötunum sem Jan (Doris Day) á. Hún á endalaust af fötum og hún er í nýju outfiti í hverri senu. Myndin gerist þegar að margir deildu saman símalínum, þannig að það var hægt að heyra það sem eitthver annar var að segja í símanum. Skemmtileg ástarsaga í skemmtilegu umhverfi. 
The Breakfast Club (1985)
Það verða allir að sjá þessa mynd. Ótrúlega góð mynd um vandræðaunglinga sem eru í eftirsetu í skólanum. Þau hafa öll mismunandi bakgrunn og verður myndin mjög tilfinningarík þegar þau fara að deila sögum sínum.
Basic Instinct (1992)
Þessi mynd fannst mér ótrúlega spennandi og góður söguþráður. Chaterine Tramell (Sharon Stone) er rithöfundur, hún skrifar spennu sögur þar sem morð kemur oftast til sögu. Einn daginn gerðist morð á sama hætti og hún segir í bókinni sinni. Ég vil ekki segja meira, þannig þið verðið að horfa á hana, þvílik spenna! Þessi mynd af henni, sitjandi í stólnum með krosslagða fæturnar og sígarettu í hendinni er mjög fræg. 
Freedom Writers (2007)
Ég hef horft á þessa mynd 3x og mér finnst hún alltaf jafn góð. Hún er um kennara sem tekur við bekk fullan af vandræðaunglingum. Hún reynir allt sem hún getur til þess að hjálpa þeim í lífinu og gera þeim að betri fólki. Ótrúleg mynd sem allir ættu að sjá! 

-Ása Bríet

Advertisements

One thought on “Bíómyndir

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s