Nike Free Run æðið

Mig langar fyrst til þess að segja ykkur eina sögu. Semsagt pabbi minn keypti sér Nike skó í fyrrasumar, svartir með skær appelsínugulum botni. Hann hefur aldrei notað þá og hafa verið inní skáp í næstum því ár. Núna þegar þetta Nike æði er í gangi ákvað pabbi um daginn að draga fram skónna og byrja að nota þá. Ég og mamma höfum verið að hlæja af honum og spurja hvort hann sé í Free Run trendinu. Ég ákvað samt að skoða það nánar og þá eru þetta Nike Free skór! Eftir að ég sagði honum það hefur hann ekki farið úr þeim og heldur að hann sé svo mikið í tískunni. Sem er reyndar satt, það eiga mjög margir slíka skó. 
Fyrir ári síðan fór pabbi aldrei í skónna en í dag þá fer hann ekki úr þeim. Þetta segir manni að maður á að vera sjálfstæðari í fatavali og ekki láta tískustrauma eins og Nike Free skónna fara alveg með sig!
Ég hef mikið verið að velta þessu fyrir mér. Í fyrsta lagi þá hef ég ekkert á móti þeim, alls ekki! Mér finnst þeir ótrúlega flottir og ég hef heyrt það að þeir séu mjög þæginlegir, sem er mjög gott! Núna þegar ég er í útlöndum hef ég verið að hugsa hvort ég ætti að kaupa mér eina slíka. Mig langar helst ekki kaupa mér þannig því að allir eru komnir í þá heima og ég vil helst ekki vera eins og allir hinir, en þegar ég fór í skódeildina í íþróttabúðinni sem ég fór í dag fékk ég algjört æði og varð skotin í öllum litunum og langaði helst í allar gerðir! En það sem vakti athygli mína var verðið á þeim. Þeir kostuðu 100-120 dollara sem er 13-16 þúsund! En á Íslandi kosta sömu skór um 25 þúsund krónur! Já mér finnst það eiginlega bara dáltið mikill munur.
Allavegana þá vildi ég koma þessu á framfæri. Það getur vel verið að ég kaupi mér eina slíka til þess að nota í ræktinni, en þá ætla ég að kaupa mér þá hér úti. Ég er strax komin með valkvíða hvaða lit ég á að kaupa mér.
-Ása Bríet 
Advertisements

One thought on “Nike Free Run æðið

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s