Ferð í Somerset House

Í dag fengum við verkefni sem við áttum að leysa yfir daginn. Verkefnið var þannig að við áttum að finna hugmyndir fyrir lokaverkefnið. Semsagt við fengum skissubók, við áttum að skissa eins mikið og við vildum, finna áferðir, taka myndir, skrifa niður ef að við heyrum einhvað sniðugt o.fl..

Við fórum í Somerset House á sýningu um Isabella Blow sem var mjög áhrifamikil kona í tískuheiminum. Hún meðal annars uppgvötaði Alexander McQueen. Sýningin samanstóð af höttum frá frú Blow og öðrum hlutum frá henni, en einnig voru til sýnis margar flíkur eftir Alexander McQueen.
Það var t.d eitt sýningarherbegi þar sem maður gat horft á tískusýningu frá McQueen, svo þegar maður fór í næsta herbegi þá voru flíkurnar sem voru sýndar á sýningunni til sýnis.
Það mátti ekki taka myndir inná sýningunni þannig ég get ekki deilt með ykkur þessari fegurð sem ég fékk að sjá í dag. McQueen er uppáhalds hönnuðurinn minn þannig að ég er mjög ánægð með að hafa fengið að sjá þessa sýningu, þetta var ótrúleg sjón.

Þegar ég var búin í skólanum fór ég með lestinni í Westfield þar sem ég verslaði smá. Ég keypti mér ótrúlega flotta peysu í COS, mega fína skó frá Office London og fleira sem ég sýni ykkur þegar ég kem heim. Ég sver það er miklu erfiðara að rata inni í Westfield heldur en í neðanjarðarlestunum!!!!

xx Ása Bríet 
Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s