Jólapakkar

Aðfangadagurinn hjá okkur fjölskyldunni var ótrúlega góður. Við förum alltaf í messu í Hallgrímskirkju klukkan 18.00, það er alltaf jafn hátíðlegt og ég vil meina að þá eru jólin komin. Ég borðaði á mig gat! Lambahryggurinn og kóngabrjóstsykursísinn klikkaði ekki. Gjafirnar voru ekki síðri og ég er ótrúlega ánægð með allt. Takk fyrir mig 🙂
Hér eru nokkrar myndir af því sem ég fékk. 
Græna taskan er ótrúleg. Amma mín í Færeyjum heklaði hana úr uppistöðunum sem langamma mín notaði í vefinn sinn. Ótrúlega skemmtileg áferð sem kemur í hana. Litla taskan bróderaði amma mín líka.
Það er ótrúlegt hvað besta vinkona mín þekkir mig vel. Ég er hæstánægð með þessa Showdetails bók.  Takk Rúna aftur ❤ ❤ 
Fyrir nokkrum mánuðum fórum við mamma í Pandora búðina í Smáralind og ég kolféll fyrir þessum hring, ég hef ekki hætt að tala um hann síðan, og hvað er í pakkanum frá mömmu og pabba? Hringurinn sjálfur. Ég elska hann!
Ég vil meina að þetta sé meistaraverk! Það er mikil saga á bakvið þessa bók. En ég ætla að sýna ykkur þessa bók betur seinna og segja ykkur söguna á bakvið hana. 
Þetta er klárlega besta jólagjöfin í ár. Mamma gaf okkur fjölskyldunni helgarferð í veiðihúsið á Iðu. En ekkert venjulega ferð því að það má ekki hafa neitt raftæki með sér, semsagt tölvur, símar, ipadar eru bannaðir! Einungis spil og góða skapið eru leyfileg. Takk mamma ég bíð spennt! 🙂
xx Ása Bríet 

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s