Útsölur á Laugavegi

Ég og mamma fórum í smá bæjarrölt í dag og kíktum í nokkrar búðir. Við fórum inn í Ilse Jacobsen þar sem ég sá þennann gorgeous bleika kjól. Hann er mjög klassískur að framan en bakið á honum og liturinn á honum poppar hann rosalega mikið upp. Hann var á tosalega góðum afslætti en ég keypti hann ekki en er samt búin að plana aðra ferð í bæinn á morgun og við sjáum til hvort hann kemur heim með mér eða ekki.

Við kíktum líka í Freebird þar sem ég mátaðu þennann rómantíska kjól. Ég er ótrúlega skotin í honum. Það er spurning að kíkja aftur við í Freebird á morgun..?

Mig hefur dreymt um leðurjakka allt allt allt of lengi! Ég leitaði í allt sumar í Washington, New York og í London fyrir jól en fann aldrei þann rétta. Ég kom auga á þennann leðurjakka frá Aftur úr endurnýttu leðri fyrir sirka 2 mánuðum og mér fannst hann svo flottur því hann svo flott saumaður í bakinu, en ég keypti hann ekki því að hann var mjög dýr. Enginn jakki er eins sem mér finnst mjög skemmtilegt. Ég sá svo á facebook síðu Aftur fyrir nokkrum dögum að það var verið að auglýsa útsölu á leðurjökkunum og ákvað ég því að kíkja aftur á leðurjakkann. Ég var mjööög ánægð að sami leðurjakkinn með flotta bakinu var ennþá til! Og á góðum afslætti. Ég keypti hann samt ekki…. Stór galli við jakkann er að ég get ekki rennt honum, það er ekki ætlað til þess að þeim er rennt, en ég vil geta rennt jakkanum. En ein gullfalleg flík kom með mér heim frá Aftur. Sýni ykkur hana betur á morgun. 
Mæli með að kíkja á útsöluna í Aftur! 

xx Ása Bríet 
Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s